Kvika eignast Netgíró að fullu

Marinó Örn Tryggvason er forstjóri Kviku banka.
Marinó Örn Tryggvason er forstjóri Kviku banka.

Heimild hefur verið fengin fyrir samruna Kviku banka og Netgíró. Þetta kemur fram í úrlausn Samkeppniseftirlitsins. Fyrir samrunann átti Alva Holding og A-Collect 80 prósenta hlut í Netgíró, en Kvika banki átti 20%. 

Með kaupunum hefur Kvika eignast alla hluti í netgíró. Að því er fram kemur í ákvörðunarorðum eftirlitsins telur Samkeppniseftirlitið „ekki forsendur til þess að aðhafast vegna samruna Kviku hf. og Netgíró hf.“

Samkeppniseftirlitið telur ekki fyrir hendi vísbendingar um að samruninn leiði til myndunar eða styrkingar markaðsráðandi stöðu samrunaaðila á neinum markaði. Jafnframt verður ekki séð að samkeppni á mörkuðum raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK