Nikkei fylgir Dow

Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu hafa hækkað í morgun í kjölfar hækkunar á Wall Street í gærkvöldi.

Nikkei hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,5% í dag en fyrr í dag hafði vísitalan hækkað mun meira. Ástæðan fyrir því að það dró úr gleði fjárfesta var ákvörðun yfirvalda um að herða sóttvarnareglur. Ákveðið hefur verið að veitingastöðum sem selja áfengi í Tókýó verði gert að loka klukkan 22 þangað til um miðjan desember þar sem Covid-19 smitum er að fjölga í borginni.

Bandaríska Dow Jones hlutabréfavísitalan fór í fyrsta skipti yfir 30 þúsund stig í gær þar sem fjárfestar eru orðnir sannfærðir um að forsetaskipti geti farið fram með eðlilegum hætti í næsta mánuði þrátt fyrir afneitun Trumps á því að hann hafi tapað kosningunum. 

notification may cause and remain at your disposal for any …
notification may cause and remain at your disposal for any further information you may require.” AFP
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK