Reykjavík Roasters í Gerðarsafn

Frá vinstri: Brynja Sveinsdóttir forstöðumaður Gerðarsafns, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri …
Frá vinstri: Brynja Sveinsdóttir forstöðumaður Gerðarsafns, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, Torfi Þór Torfason, Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi, Íris Neri Gylfadóttir og Þuríður Sverrisdóttir en Torfi, Íris og Þuríður eru eigendur Reykjavík Roasters. Ljósmynd/Aðsend

Reykjavík Roasters tekur við veitingarekstri í Gerðarsafni í Kópavogi og var ritað undir samning þess efnis á safninu í dag.

Reykjavík Roasters rekur þrjú kaffihús í Reykjavík. Staðirnir eru rómaðir fyrir gott kaffi og meðlæti sem verður á boðstólum í Gerðarsafni. Á kaffihúsi safnsins verður þó meira úrval af mat í hádeginu en á öðrum stöðum sem reknir eru undir merkjum Reykjavík Roasters. Stefnt er á að staðurinn hefji göngu sína í Gerðarsafni á nýju ári en hafist verður handa við undirbúning opnunar fljótlega, að því er fram kemur í tilkynningu.

„Það er tilhlökkunarefni að fá Reykjavík Roasters hingað í Kópavog. Það er góður samhljómur með starfsemi Gerðarsafns og Reykjavík Roasters og miklir samstarfsmöguleikar fyrir hendi. Kaffihúsið verður kærkomin viðbót við þá afþreyingu og upplifun sem stendur til boða í Gerðarsafni og Menningarhúsum Kópavogs,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

„Gerðarsafn er frábært tækifæri fyrir okkur í Reykjavík Roasters. Staðurinn er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og umgjörðin afar falleg. Við hlökkum til að opna dyrnar að nýjum stað og bjóða gesti velkomna,“ segir Þuríður Sverrisdóttir, einn eigenda Reykjavík Roasters.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK