Svartur föstudagur hefst á miðnætti

Eyrún Anna Tryggvadóttir, einn eigenda POP-markaða.
Eyrún Anna Tryggvadóttir, einn eigenda POP-markaða. mbl.is/Eggert

„Þetta byrjar allt saman á miðnætti. Við verðum með svartan föstudag alla helgina og náum þannig að tengja föstudaginn við stafrænan mánudag,“ segir Eyrún Anna Tryggvadóttir, einn eigenda POP-markaða. Vísar hún þar til afsláttardagsins svarts föstudags sem hefst á miðnætti. 

POP-markaðir standa að baki síðunni heimapopup.is, en þar er hægt að nálgast tilboð fjölda verslana. Er síðan því eins konar yfirlitssíða. Hefur hún vakið mikla lukku meðal viðskiptavina en rétt um 80 þúsund manns nýttu síðuna á Degi einhleypra (e.Singles day). 

Aðspurð segist Eyrún gera ráð fyrir sambærilegum fjölda um helgina. „Þetta verður eitthvað svipað ef ekki meira. Traffíkin verður þó ekki eins hröð sökum þess að fólk hefur betri tíma núna til að velta fyrir sér tilboðunum og ákveða hvað það vill kaupa. Umferðin mun því dreifast aðeins,“ segir Eyrún og bætir við að um 200 fyrirtæki hafi nú þegar skráð sig til þátttöku á síðunni. 

Þá mun þeim halda áfram að fjölga í nótt og um helgina. „Við erum að fá til okkar alls konar fyrirtæki, bæði risastór og svo mjög lítil. Fyrirtækin fá auðvitað ekki bara aukna sölu í gegnum þetta heldur býður þetta upp á sýnileika.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK