Landsbankahúsið á Selfossi selt

Landsbankahúsið á Selfossi.
Landsbankahúsið á Selfossi. mbl.is/Sigurður Bogi

Landsbankinn hefur tekið tilboði Sigtúns þróunarfélags í Landsbankahúsið við Austurveg á Selfossi og var kaupsamningur þess efnis undirritaður í dag. Fjögur tilboð bárust en fallið var frá einu þeirra. Söluverð hússins er 352 milljónir króna. Landsbankinn mun leigja hluta hússins undir starfsemi sína þar til útibúið flytur á nýjan stað á Selfossi.

„Þessi kaup eru liður í uppbyggingu okkar á Selfossi og undirstrikar þá sannfæringu sem við höfum fyrir framtíðarmöguleikum bæjarins,“ segir Leó Árnason stjórnarformaður Sigtúns. „Húsið er stór hluti af sögu og bæjarmynd Selfoss og í því liggja mikil menningarverðmæti. Sigtún Þróunarfélag er meðvitað um varðveislugildi þess og mun leggja áherslu á að það haldi reisn sinni til framtíðar og að dyr þess verði áfram opnar Selfyssingum og gestum þeirra.“

Forsvarsmenn Sigtúns þróunarfélags. Frá vinstri: Vignir Guðjónsson, Leó Árnason og …
Forsvarsmenn Sigtúns þróunarfélags. Frá vinstri: Vignir Guðjónsson, Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson. Ljósmynd/Aðsend

Leó segir ákvörðun um nýtingu hússins eða lóðar þess til framtíðar ekki hafa verið tekna, en möguleikarnir eru margir og spennandi og þeir verða skoðaðir á næstu vikum. Landsbankinn mun starfa í húsinu áfram um sinn, eins og aðrir leigjendur þar. "Við vonumst síðan eftir því að geta átt gott samstarf við sveitarfélagið um eða gera þennan hluta miðbæjarins ennþá meira aðlaðandi en hann er nú - skapa spennandi framtíðarsýn fyrir Austurveginn, Bankaveginn, Tryggvagarð, Sundhallarsvæðið og svo framvegis."

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að vegna breytinga á bankaþjónustu sé húsið á Selfossi orðið of stórt fyrir núverandi þjónustu og það sé tímabært fyrir bankann að flytja í nýtt og hentugra húsnæði.  

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK