Maika'i opnar nýjan stað í Smáralind í desember

Ágúst Freyr Halls­son ásamt Elísa­betu Mettu Svan Ásgeirs­dótt­ur en þau …
Ágúst Freyr Halls­son ásamt Elísa­betu Mettu Svan Ásgeirs­dótt­ur en þau eru eigendur Maika'i.

Veitingastaðurinn Maika'i verður opnaður í Smáralind í Kópavogi í næsta mánuði. Maika'i verður í rými þar sem Smáralind og Norðurturn mætast, þar sem bakarí Jóa Fel. var áður til húsa. Mun Maika'i deila rýminu með kökuþjónustunni Sætum syndum.

Aðspurður segir Ágúst Freyr Hallsson, annar eigenda Maika'i, að rekstur Maika'i hafi gengið vel þrátt fyrir erfitt ástand sökum faraldurs kórónuveiru. „Reksturinn hefur gengið vel miðað við aðstæður en auðvitað hafa takmarkanir áhrif á okkur eins og alla. Við teljum þó að það séu bjartari tímar fram undan og þá er mikilvægt að vera tilbúinn í þann slag,“ segir Ágúst sem kveðst bjartsýnn á að faraldrinum ljúki senn. Þá sé hann mjög þakklátur fyrir hversu vel hafi gengið þrátt fyrir gríðarlega krefjandi aðstæður á veitingamarkaði undanfarna mánuði.

„Við fundum fyrir eftirspurn eftir skálunum okkar í Kópavogi og hjá fólki sem starfar í bæjarfélaginu. Þegar þetta tækifæri bauðst vorum við ekki lengi að stökkva á það,“ segir Ágúst, en þetta er fjórði Maika'i-staðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Hina þrjá staðina má finna á Hafnartorgi, inni á kaffihúsinu Sætum snúðum í Mathöll Höfða og í Classanum Sport við hlið líkamsræktarstöðvarinnar World Class Laugum. Hafa staðirnir notið gríðarlegra vinsælda, en auk þeirra þriggja er fyrirtækið með matarvagn á sínum snærum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK