Brjálað að gera strax á miðnætti

Eyrún Anna Tryggvadóttir.
Eyrún Anna Tryggvadóttir. mbl.is/Eggert

„Þetta er búið að vera alveg ótrúlega gaman. Á fyrsta klukkutímanum eftir opnun á miðnætti [í gær] höfðu 4.300 Íslendingar farið inn á síðuna til að skoða tilboðin sem eru nú um helgina,“ seg­ir Eyrún Anna Tryggva­dótt­ir, einn eig­enda POP-markaða. Vís­ar hún þar til af­slátt­ar­dags­ins svarts föstu­dags sem fór fram í gær. 

Á vefsíðunni Heimapopup.is verður afsláttur alla helgina, en þannig verða tveir stórir netverslunardagar tengdir saman, svartur föstudagur og stafrænn mánudagur. Á vefnum er hægt að nálg­ast til­boð fjölda versl­ana. Er síðan því eins kon­ar yf­ir­lits­síða. 

Margir klára jólagjafir núna

Aðspurð segir Eyrún að margir nýti nú tækifærið og klári síðustu jólagjafirnar. „Það er greinilegt að Íslendingar kunna að meta góða afsláttardaga stuttu fyrir jól. Það er bara jákvætt enda dreifist jólaundirbúningurinn betur þannig og minnkar stress hjá fólki,“ segir Eyrún og bætir við að áhugavert verði að taka saman heildarheimsóknir á vefsíðuna yfir helgina. 

Á hún allt eins von á að þær verði í kringum hundrað þúsund. „Af því að þetta er heil helgi gefur það fólki meiri tíma til að klára þetta. Fólk þarf því ekki að vera í neinu stressi. Við hvetjum samt alla til að versla á netinu til að losna við að standa í verslunum í ástandinu sem nú ríkir.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK