29 starfsmönnum Borgunar sagt upp

29 starfsmönnum Borgunar var sagt upp í hópuppsögn sem tilkynnt var um í dag hjá fyrirtækinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar segir enn fremur að alls hafi verið ráðnir tæplega 60 starfsmenn til Borgunar á undanförnum mánuðum í tengslum við umbreytingu Borgunar yfir í þjónustumiðað tæknifyrirtæki.

„Á sama tíma hefur verið dregið úr umsvifum á öðrum sviðum fyrirtækisins til að snúa við rekstrartapi. Það hefur því miður kallað á fækkun starfsfólks á þeim sviðum,“ segir í tilkynningunni.

Í mars á þessu ári var tilkynnt um kaup erlendra fjárfesta á Borgun og voru talsverðar breytingar boðaðar. Borgun sagði meðal annars upp 10 manns í júlí, en hóf einnig að ráða aðra starfsmenn vegna fyrrnefndra breytinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK