Lyfja opnar á Akureyri

Ný verslun Lyfju á Akureyri.
Ný verslun Lyfju á Akureyri. Ljósmynd/Lyfja

Lyfja hefur opnað nýja verslun á Akureyri ásamt því að Heilsuhúsið opnar í Lyfju í breyttri mynd.  

Ingvar Þór Guðjónsson, lyfsali hjá Lyfju Akureyri, segir í fréttatilkynningu: „Við erum mjög spennt fyrir opnun Lyfju á Akureyri og munum bjóða upp á hjúkrunarþjónustu, sem ekki hefur verið í boði í apóteki á Akureyri til þessa. Einnig hefur notkunin á Lyfju-appinu verið stöðugt að aukast og geta Akureyringar nú pantað lyf í gegnum appið og fengið heimsend án þess að greiða aukalega fyrir heimsendinguna.“

„Við höldum áfram að bjóða sérfræðiþekkingu úr Heilsuhúsinu, en verðum nú í Lyfju. Þessi sameining færir okkur á stað þar sem lögð er áhersla á heildræna heilsu. Við erum spennt fyrir verkefninu og vonumst til að sjá sem flesta kíkja í heimsókn,“ segir Ragnheiður Kristín Guðmundsdóttir, umsjónarmaður Heilsuhússins á Akureyri, í fréttatilkynningu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK