Stækka skuldabréfaflokk um 2,5 milljarða

Reginn stækkar skuldabréfaflokk.
Reginn stækkar skuldabréfaflokk. Eggert Jóhannesson

Fasteignafélagið Reginn hf. hefur nú lokið stækkun á skuldabréfaflokknum REGINN280130. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fasteignafélaginu, en umræddur flokkur er verðtryggður og tryggður með almennu tryggingafyrirkomulagi félagsins. 

Seld voru skuldabréf að nafnverði 3.900 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,30% og verður heildarstærð flokksins því í kjölfar stækkunar að nafnverði 6.420 m.kr. Stefnt er að uppgjöri viðskiptanna þriðjudaginn 15. desember næstkomandi.

Í kjölfar uppgjörsins verður óskað eftir töku skuldabréfanna til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Tilgangur útgáfunnar er að endurfjármagna eldri bankalán félagsins. Íslandsbanki hafði umsjón með viðskiptunum og stækkun skuldabréfaflokksins. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK