Stærsti netverslunardagur sögunnar

Frá móttökustað pantana í Bandaríkjunum.
Frá móttökustað pantana í Bandaríkjunum. AFP

Útlit er fyrir að stafrænn mánudagur (e. Cyber Monday) ársins 2020 verði stærsti netverslunardagur í sögu Bandaríkjanna. Nú þegar nemur salan 12,7 milljörðum dala, en það er meira en seldist á svörtum föstudegi (e. Black Friday) fyrir þremur dögum. Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters um málið. 

Veittir hafa verið miklir afslættir hjá bandarískum netverslunum undanfarna daga, en vonir eru bundnar við að hægt verði að vinna upp hluta tapaðra tekna með góðum tilboðum. Svo virðist sem umræddum verslunum hafi tekist nokkuð vel til, en verslunareigendur hafa átt á brattann að sækja sökum faraldurs kórónuveiru. 

Í gögnum greiningarfyrirtækisins Adobe Analytics kemur fram að þrátt fyrir að tilboð hafi byrjað fyrr í ár en síðustu ár virðist fólk versla á stóru netverslunardögunum. Þannig töldu um 56% viðskiptavina að bestu tilboðin yrðu á stafrænum föstudegi, sem jafnframt er síðasti stóri netverslunardagur ársins.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK