450 milljóna króna þrot Hópferðabíla Akureyrar

Gjaldþrot Hópferðabifreiða Akureyrar nemur á fimmta hundrað milljónum króna.
Gjaldþrot Hópferðabifreiða Akureyrar nemur á fimmta hundrað milljónum króna. mbl.is/Árni Sæberg

Skiptum á þrotabúi Hópferðabifreiða Akureyrar ehf. er lokið, en samtals fengust um 25,4 milljónir upp í 156,1 milljón af samþykktum kröfum og 317,4 milljónir af almennum kröfum, samtals um 473,6 milljónir.

Félagið var úrskurðað gjaldþrota í maí í fyrra, en skiptunum lauk um helgina.

Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu kemur fram að lýstar búskröfur hafi verið 7,6 milljónir. Þar af voru samþykktar 5,6 milljónir sem greiddust að fullu.

Lýstar veðkröfur námu 129 milljónum og voru samþykktar veðkröfur 120,8 milljónir. Fengust 3,2 milljónir upp í þær.

Lýstar forgangskröfur námu 55,9 milljónum og voru þar af 29,8 milljónir samþykktar. 16,6 milljónir fengust greiddar upp í þær kröfur.

Að lokum voru almennar kröfur upp á 317,4 milljónir sem ekkert fékkst greitt upp í.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK