Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri hjá Isavia

Kjartan Briem hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Isavia ANS, sem …
Kjartan Briem hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Isavia ANS, sem annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu hjá Isavia. Ljósmynd/Aðsend

Kjartan Briem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Isavia ANS og mun hann hefja störf 1. janúar næstkomandi. Kjartan hefur langa reynslu af alþjóðlegum samskiptum, og hefur unnið á fjarskiptamarkaðnum á Íslandi í yfir 20 ár, lengst af sem stjórnandi á tæknisviði og nú síðast sem framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone á Íslandi.

Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu, þ.m.t flugumferðarþjónustu, fjarskipta- og leiðsögukerfa og aðra skylda starfsemi.

Kjartan er með M.Sc-gráðu í rafmagnsverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU) með áherslu á fjarskipti.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK