Gerir upp skuld með sölu

Sigurður viðarsson á enn ríflegan hlut í TM sem að …
Sigurður viðarsson á enn ríflegan hlut í TM sem að öllu óbreyttu mun sameinast Kviku innan skamms. Samsett mynd

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, hefur selt hlut í fyrirtækinu fyrir 85 milljónir króna. Heimildir mbl.is herma að salan fari fram í því skyni að greiða upp lán sem hvílir á félagi í hans eigu og er á gjalddaga í ár.

Tilkynnt var um það í gegnum Kauphöll í morgun að félagið Spelkan ehf. sem er í 100% eigu Sigurðar hefði selt 1.800 þúsund hluti í TM á genginu 47,3.

Vöknuðu spurningar á markaði í kjölfar sölunnar en TM er nú í samrunaferli með Kviku banka. Tilkynnt hefur verið að Sigurður verði áfram forstjóri tryggingahluta sameinaðs félags.

Eftir viðskiptin á Sigurður enn ríflega 2 milljónir hluta í TM.

Félagið Spelkan ehf. var stofnað árið 2012 og heldur utan um eignarhluti Sigurðar í nokkrum hlutafélögum.

Um síðastliðin áramót var hlutur þess í TM bókfærður á 65 milljónir króna. Önnur stærsta eign félagsins var eign í sjóðnum Júpíter-Innlend hlutabréf sem metin var á 5,3 milljónir. Þá átti félagið hlut í Icelandair Group, MArel, Reginn, Reitum, Iceland Seafood International ásamt fleiri félögum.

Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins námu skuldir féalgsins 80,2 milljónum króna í árslok 2019 og samkvæmt skýringum við ársreikningin var skuldin öll í óverðtryggðu láni með breytilegum vöxtum sem var á gjalddaga í ár.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK