Íslandsbanki lækkar vexti

Bankinn hefur sent út tilkynningu um vaxtalækkun.
Bankinn hefur sent út tilkynningu um vaxtalækkun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlánavextir Íslandsbanka munu lækka um allt að 0,25 prósentustig fimmtudaginn 4. desember. Innlánsvextir munu haldast að mestu leyti óbreyttir.

Frá þessu greinir bankinn í tilkynningu.

Segir í henni að yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja muni lækka um allt að 0,25 prósentustig, og óverðtryggðir kjörvextir um 0,20 prósentustig.

Ergo-bílalán og bílasamningar lækka um 0,15 prósentustig á sama tíma og breytilegir vextir húsnæðislána lækka um 0,10 prósentustig.

Lægstu föstu vextirnir á bankamarkaði

Innlánsvextir haldist eins og áður sagði að mestu leyti óbreyttir en nokkrir reikningar bankans lækki um 0-0,25 prósentustig.

„Íslandsbanki býður áfram lægstu fasta vexti almennra húsnæðislána á bankamarkaði, bæði óverðtryggðra og verðtryggðra,“ segir í tilkynningu bankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK