Kynna byltingarkennda hreinlætisvöru

Hreingerningarfyrirtækið Hreint.
Hreingerningarfyrirtækið Hreint.

„Við teljum þetta vera nauðsynlega viðbót við sóttvarnir allra fyrirtækja,“ segir Rúnar Ágúst Svavarsson, þróunar- og markaðsstjóri hreingerningarfyrirtækisins Hreint. Vísar hann þar til nýrrar lausnar fyrirtækisins frá NanoSeptic.

Varan sem um ræðir er ný af nálinni hér á landi. Hún virkar þannig í notkun að þunn filma er lögð ofan á hugsanlega snertifleti en með því drepast bakteríur, sem annars hefðu legið á umræddum flötum, samstundis. Er varan sett á markað með það fyrir augum að auðvelda sóttvarnir á tímum kórónuveiru. 

Drepur veiruna á skotstundu

Segir Rúnar að varan hafi náð fótfestu víða erlendis. Þá hafi hún gefið góða raun. „Þetta hefur virkað virkilega vel. Þess utan hafa rannsóknir sýnt að NanoSeptic geti reynst öflug vörn í baráttunni gegn kórónuveirunni.“

Tæknin er knúin af ljósi, en yfirborð varanna notar steinefni nanókristalla, sem býr til öflug oxunarviðbrögð. Þannig hreinsast yfirborðið, en rannsóknir benda til þess að flöturinn sé 57% hreinni eftir nokkrar sekúndur og um 93% hreinni eftir aðeins tvær mínútur. 

„Sóttvörnin drepur vírusa og bakteríur á sameiginlegum snertiflötum á örskotsstundu. Þetta gerir það öruggara að snerta þá aftur. Þetta er því tímamótalausn sem dregur úr smithættu og eykur hreinlæti,“ segir Rúnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK