Olíuævintýrum Dana að ljúka í Norðursjó

Danir hafa lögfest áætlun um losun gróðurhúsalofttegunda.
Danir hafa lögfest áætlun um losun gróðurhúsalofttegunda. AFP

Danir ætla að hætta að veita leyfi fyrir olíu- og gasleit í Norðursjó og nýleg leyfi verða afturkölluð. Þetta er liður í víðtækum aðgerðum danskra stjórnvalda um að hætta jarðefnaeldsneytisframleiðslu fyrir árslok 2050.

Þetta markar endalok jarðefnaeldsneytisskeiðsins segir umhverfisráðherra Danmerkur og Grænfriðungar í Danmörku segja þetta mikil tímamót. 

Danmörk er í dag stærsti framleiðandi olíu í Evrópusambandinu þrátt fyrir að framleiðslan sé mun minni en hjá Norðmönnum og Bretum. Aðeins ein umsókn liggur fyrir um leit í Norðursjó eftir að Total France dró umsókn sína til baka í október.

Í frétt BBC kemur fram að olíuframleiðsla Dana hafi verið 103 þúsund tunnur á dag á síðasta ári. Alls eru 55 olíuborpallar í landhelgi Dana og olíu- og gassvæðin eru 20 talsins. 

Áætlað er að þetta muni kosta Dani um 13 milljarða danskra króna en umhverfisráðherra Danmerkur, Dan Jørgensen, segir í samtali við danska ríkisútvarpið að hann trúi því að um sögulega stund sé að ræða enda landið stærsti olíuframleiðandi ESB.

Þar kemur fram að tekjur landsins af olíulindum í Norðursjó nemi 541 milljarði danskra króna frá árinu 1972. 

DR

Fá lönd í heiminum eru með jafn framsýn markmið hvað varðar loftlagsmál. Stefnt er að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 70% frá árinu 1990 til ársins 2030 og að árið 2050 verði losunin engin.

Aðgerðaráætlun um orkuskipti var samþykkt af Alþingi 31. maí 2017 en í henni er stefnt að því að auka hlutdeild innlendra endurnýjanlegra orkugjafa á kostnað jarðefnaeldneytis. Orkuskiptin leiða til orkusparnaðar, aukins orkuöryggis, gjaldeyrissparnaðar og minni losunar gróðurhúsalofttegunda.

Markmið með orkuskiptunum er að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á landi  í 10% fyrir árið 2020 og 40% árið 2030. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK