Landsréttur staðfesti sekt FME

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hallur Már

Landsréttur staðfesti í gær héraðsdóm í máli Arctica finance gegn Fjármálaeftirlitinu. Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var sekt sem FME hafði lagt á Arctica finance upp á 72 milljónir króna árið 2017 vegna brota fyrirtækisins á lögum um fjármálafyrirtæki og reglum um kaupaukakerfi lækkuð í 24 milljónir.

Arctica finance hafði áfrýjað málinu til Landsréttar og krafðist fyrirtækið þess að með dómi yrði ógilt ákvörðun FME um úrbótakröfu og stjórnvaldssekt. Var hinn áfrýjaði dómur óraskaður í Landsrétti.

Starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins fengu að kaupa svo­kallaða B-, C- og D-hluti í fé­lag­inu á ár­un­um 2012-2017, en hver starfsmaður keypti 10 þúsund hluti á nafn­verði, það er fyr­ir 10 þúsund krón­ur sam­tals. Var hver flokk­ur svo tengd­ur við ákveðna deild inn­an fyr­ir­tæk­is­ins þar sem viðkom­andi starfsmaður starfaði. Voru arðgreiðslur vegna hlut­anna svo í sam­hengi við afkomu deild­anna. FME taldi þetta þar með vera kaupauka­kerfi í raun og lagði fyrr­nefnda sekt á fyr­ir­tækið.

Héraðsdóm­ur staðfest­i þessa niður­stöðu FME, en taldi hins veg­ar að lög­in frá 2011 hefðu verið of víðtæk og að ekki væri hægt að miða við þau fyrr en árið 2015 þegar þeim var breytt. Taldi dóm­ur­inn því aðeins að brot Arctica hefði staðið yfir árin 2016 og 2017 og minnk­aði sekt­ina í hlut­falli við það.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK