Kalt stríð í Skeljungi

Morgunblaðið/Jónas Erlendsson

Yfirtökutilboð, sem fjárfestahópur undir forystu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hefur gert í hlutabréf Skeljungs, mun ósennilega leiða til afskráningar félagsins úr Kauphöll Íslands.

Stórir hluthafar í félaginu hyggjast ekki selja hluti sína, jafnvel þótt þeir eigi á hættu að lenda í minnihluta gagnvart fjárfestahópnum sem er á góðri leið með að tryggja sér meirihluta hlutafjár. Gæti stefnt í langa störukeppni á vettvangi félagsins milli fjárfestahópsins sem vill losna við aðra hluthafa út úr félaginu og þeirra sem áfram vilja halda í hluti í félaginu.

Í umfjöllun um mál þettta í Morgunblaðinu í dag segja heimildir ViðskiptaMoggans herma að ýmsar ástæður séu fyrir mótstöðunni en ein þeirra er sú að í félaginu kunni að felast dulin verðmæti sem hluthafarnir séu ekki tilbúnir að láta af hendi á því verði sem boðið hefur verið í hluti þeirra. Í nýju verðmati Jakobsson Capital er félagið metið 25% verðmætara en yfirtökutilboðið gerir ráð fyrir. Yfirtökutilboðið rennur út í upphafi nýs árs.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK