Hefur selt milljón bækur í ár

Ragnar Jónasson er mest seldi rithöfundur Íslands á heimsvísu um …
Ragnar Jónasson er mest seldi rithöfundur Íslands á heimsvísu um þessar mundir. mbl.is/Árni Sæberg

Í nóvember í fyrra fagnaði Ragnar Jónasson spennusagnahöfundur þeim áfanga að hafa selt 1 milljón eintaka af bókum sínum vítt og breitt um heiminn. Fyrsta bók hans, Fölsk nóta, kom út árið 2009. Í ár hafa jafn mörg eintök selst og allan ferilinn fram að því eða 1 milljón eintaka.

Ragnar segir í samtali við ViðskiptaMoggann að hann eigi bágt með að trúa þessum sölutölum og að hann fyllist auðmýkt yfir viðtökunum.

„Þetta hefur verið með ólíkindum og ég hef notið góðrar aðstoðar hjá útgefendum mínum og umboðsmönnum bæði hér heima og erlendis.“

Nú í byrjun vikunnar lá fyrir að í Þýskalandi nemur salan hvorki meira né minna en 400 þúsund eintökum. Er það afrakstur ótrúlegrar velgengni þríleiks sem útgefandi Ragnars í Þýskalandi ákvað að gefa út með tveggja mánaða millibili, sem er afar óalgengt á bókamarkaði.

Í dag var tilkynnt um nýjan metsölulista bóka í Þýskalandi fyrir liðna viku. Þar er bókin Dimma meðal 10 efstu bókanna og hafa bækur hans verið á lista yfir 10 mest seldu bækur Þýskalands í 30 vikur samfleytt. ViðskiptaMogginn bar gengið undir sérfræðing í bókaútgáfu sem þekkir afar vel til þýska markaðarins, sem er sá stærsti í Evrópu. Sagði hann árangurinn einstakan og til að setja það í samhengi hafi Arnaldur Indriðason, sem mestri útbreiðslu hefur náð meðal íslenskra höfunda á síðari tímum, setið lengst 9 vikur í efstu 10 sætum á sama lista í Þýskalandi. Annar stærsti markaðurinn með bækur Ragnars er í Frakklandi en þar hefur hann notið mikilla vinsælda frá árinu 2016. Enn fjölgar þeim löndum þar sem bækur hans koma út. Í þessari viku bættist Taívan á sístækkandi lista.

Nánar er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK