Jólaverslunin „klárlega varnarsigur“

Verslunarmiðstöðin Kringlan.
Verslunarmiðstöðin Kringlan. mbl.is/Eggert

„Þetta er klárlega varnarsigur. Víða heyri ég menn tala um söluaukningu þannig að hljóðið í fólki er nokkuð gott,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, um jólaverslun síðustu vikna.  

Segir hann að talsverður erill hafi verið síðustu daga, en jólasalan hefur haldist nær óbreytt milli ára þrátt fyrir faraldur kórónuveiru. „Síðustu tveir dagar hafa verið mjög öflugir og í raun á svipuðum nótum og síðustu daga fyrir jól. Þetta fór kannski eilítið seinna í gang.“

Eigendur geta andað léttar

Aðspurður segir hann að netsala hafi vegið þungt þessi jólin. „Jólaverslunin er búin að standa yfir í nóvember og desember. Netið tók mikið yfir í nóvember. Almennt hefur verslunin því gengið ágætlega þó að aðsóknin sé kannski minni þar sem að færri koma í hverri heimsókn,“ segir Sigurjón. 

Enginn samdráttur er í veltu milli ára og segir Sigurjón það fagnaðarefni. Það sé því ákveðinn léttir að vera kominn í gegnum jólaverslunina án áfalla. „Maður hafði miklar áhyggjur af desembermánuði því hlutirnir breytast fljótt ef reglur eru hertar. Við héldum hins vegar sjó og menn geta andað léttar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK