Bláfugl segir upp 11 flugmönnum 

Sigurður Örn Ágústsson, forstjóri Bláfugls.
Sigurður Örn Ágústsson, forstjóri Bláfugls. Ljósmynd/Aðsend

Bláfugl hefur sagt upp 11 flugmönnum fyrirtækisins í hagræðingarskyni. Flugmennirnir eru meðlimir í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna og eru lang launahæstu starfsmenn Bláfugls, að því er fyrirtækið segir í tilkynningu.

Þá segir, að þegar hafi verið ráðist í fjölbreyttar aðgerðir á árinu, svo sem fækkun stöðugilda, flutning í hagkvæmara húsnæði og útvistun hluta af starfsemi. Þá hafi aðrir starfsmenn fyrirtækisins tekið á sig tímabundna kjaraskerðingu á árinu.  

Einnig kemur fram, að eftir að uppsagnirnar komi til framkvæmda verði starfsmenn Bláfugls 29 og sjálfstætt starfandi flugmenn 40.

Muni ekki koma niður á starfsemi fyrirtækisins

„Bláfugl býður flugmönnum góð kjör sem eru samkeppnishæf við þá markaði sem Bláfugl starfar á. Umræddir flugmenn eru meðal annars íslenskir, danskir, þýskir, belgískir og hollenskir. Bláfugl er eftir sem áður mannað vel hæfu fólki með metnað fyrir sínum störfum. Aðgerðirnar munu því ekki koma niður á starfsemi fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni. 

„Þetta eru nauðsynlegar aðgerðir, að segja upp þessum 11 flugmönnum til að tryggja samkeppnishæfni Bláfugls á markaði sem hefur tekið örum breytingum á undanförnum árum. Með  þessari aðgerð tryggjum við samkeppnishæfni Bláfugls til framtíðar og eigum möguleika á að hefja vaxtarskeið – með tilheyrandi fjölgun starfa á Íslandi“, segir Sigurður Örn Ágústsson, forstjóri Bláfugls, tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK