Bitcoin rýfur 30 þúsund dollara múrinn

Einn bitcoin er nú 30 þúsund dollara virði.
Einn bitcoin er nú 30 þúsund dollara virði. AFP

Verðgildi rafmyntarinnar Bitcoin fór í gær yfir 30 þúsund dollara markið í fyrsta sinn aðeins nokkrum vikum eftir að hafa klifið 20 þúsund dollara múrinn í fyrsta sinn. Það þýðir að einn Bitcoin er 30 þúsund dollara virði, andvirði 3,8 milljóna króna.

Greinendur eru margir hverjir sannfærðir um að Bitcoin muni hækka enn meira þar sem dollarinn er á niðurleið. Verðgildi Bitcoin fjórfaldaðist tæplega á liðnu ári, aðallega þökk sé fjárfestingum stórra fjárfesta í leit að skjótum gróða.

Bitcoin er jafnan talið vera ansi dyntótt fjárfesting enda hafa sést bæði skarpar upp- og niðursveiflur í verðgildi rafmyntarinnar á síðustu árum.

BBC hefur eftir Andrew Baily, seðlabankastjóra Bretlands, sem sagði í október að „erfitt væri að sjá að Bitcoin hefði nokkurt raunverulegt gildi í sjálfu sér. Bitcoin gæti þó haft utanaðkomandi gildi þar sem fólk vill komast yfir myntina.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK