Risasamruni bifreiðaframleiðenda

Vörumerki Fiat.
Vörumerki Fiat. AFP

Mikill meirihluti hluthafa bifreiðaframleiðandanna Fiat Chrysler Automobiles (FCA) og Peugeot S.A. (PSA) samþykktu fyrr í dag samruna fyrirtækjanna. Um algjöran risasamruna er að ræða og hleypur samanlagt verðmæti félaganna á um 58 milljörðum dala. NBC greinir frá. 

Með þessu verður til nýtt félag, Stellantis, sem jafnframt er fjórði stærsti bifreiðaframleiðandi heims. FCA hefur lengi verið í leit að öðru félagi til að sameinast, en Volkswagen og General Motors höfðu áður hafnað slíkum tillögum. Stjórnendur FCA og PSA telja að sameinað félag, Stellantis, muni skapa mikla kostnaðarhagræðingu. 

Hætta framleiðslu ákveðinna tegunda

Fjölmargar bílategundir eru í nýju félagi, þar á meðal Jeep, Ram, Dodge, Maserati, Alfa-Romeo, Peugeot, Opel og fleiri. Alls fjórtán tegundir. Telja má líklegt að framleiðslu einhverra tegunda verði hætt. Ekki er ljóst hvaða bifreiðar verða fyrir valinu í því samhengi. 

Stellantis mun mæta miklum áskorunum á komandi árum. FCA og PSA eru bæði talsvert á eftir í þróun tæknibúnaðar. Þá hefur fyrirtækið lítið lagt í þróun rafmagnsbifreiða. Að auki hefur bílasala dregist mikið saman sökum faraldurs og er það þróun sem nýtt félag vonast til að snúa við. Talið er að samruninn gangi í gegn í mars. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK