Starfsmenn Google stofna stéttarfélag

Starfsmenn Google stofna stéttarfélag.
Starfsmenn Google stofna stéttarfélag. AFP

Starfsmenn tæknirisans Google hafa sett á laggirnar sérstakt stéttarfélag. Með þessu vilja þeir búa til sérstakt félag sem einvörðungu inniheldur starfsmenn fyrirtækisins. Ríflega 200 starfsmenn Google standa að baki uppátækinu. 

Í grein sem birt var í New York Times í morgun kemur fram að starfsmenn Alphabet, sem er móðurfyrirtæki Google, vilji koma í gegn ákveðnum breytingum innan félagsins. Það eigi einna helst við um efsta lag fyrirtækisins. 

Það má í raun segja að stofnun stéttarfélagsins megi rekja nokkur ár aftur í tímann, eða þegar tveimur stjórnendum Google voru greiddar milljónir dala við starfslok. Sömu starfsmenn höfðu áður verið sakaðir um kynferðislega áreitni. 

Starfsmennirnir sem standa að baki stofnuninni segja að þeir muni reyna hvað þeir geta til að koma í veg fyrir mismunun á vinnustað. Þá muni nýtt stéttarfélag standa vörð um kjör starfsmanna, réttindi og annað er viðkemur líðan á vinnustað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK