Bentley jók söluna í faraldrinum

Bifreið frá Bentley.
Bifreið frá Bentley.

Sala breska lúxusbílaframleiðandans Bentleys jókst árið 2020. Alls seldust 11.206 bifreiðar þrátt fyrir harðar takmarkanir víða um heim sökum faraldurs kórónuveiru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 

Rekja má söluaukninguna til Kína þar sem bifreiðar Bentley ruku út á nýliðnu ári. Alls jókst spurn eftir bifreiðunum um 48% þar í landi. Samtals jókst salan um 2% frá árinu 2019 og því ljóst að talsverður samdráttur varð í sölunni í Evrópu. 

Í tilkynningunni segir enn fremur að loka hafi þurft verksmiðjum fyrirtækisins á Englandi um nokkurra vikna skeið. Var hörðum sóttvarnareglum þar um að kenna en það setti svip sinn á reksturinn.

Haft var eftir forstjóra Bentley, Adrian Hallmark, að vonir séu bundnar við að fram undan séu bjartari tímar. „Þegar við horfum fram þetta ár erum við hæfilega bjartsýn, það er enn margt sem er mjög óljóst.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK