Nýtt hótel hefur tekið á sig mynd

Hótel Curio by Hilton. Marglita byggingin vinstra megin er ný. …
Hótel Curio by Hilton. Marglita byggingin vinstra megin er ný. Hægra megin er gamla Landssímahúsið, sem hefur verið endurbyggt á glæsilegan hátt. mbl.is/sisi

Nú hafa vinnupallar verið fjarlægðir að mestu af hinni nýju hótelbyggingu við Austurvöll. Því getur fólk virt fyrir sér útlit bygginga, sem standa munu á þessu sögufræga götuhorni Reykjavíkur næstu aldirnar.

Til hægri á myndinni má sjá Landssímahúsið við Thorvaldsensstræti, sem hefur verið endurgert á glæsilegan hátt. Til vinstri á myndinni má sjá marglita nýbyggingu við Kirkjustræti, sem THG arkitektar teiknuðu. Á lóðinni stóð áður viðbygging við Landssímahúsið, sem rifin var árið 2018.

Í þessum húsum verður í framtíðinni rekið eitt af glæsihótelum borgarinnar, Curio by Hilton. Að framkvæmdunum stendur félagið Lindarvatn ehf. Til stóð að opna hótelið vorið 2019 en opnunin hefur tafist af ýmsum ástæðum. Nú er stefnt að því að ljúka verkinu í sumar.

Lindarvatn ehf. var stofnað 1993 og er eigandi fasteigna á Landssímareitnum við Austurvöll. Icelandair Group hf. á 50% hlut í Lindarvatni og Dalsnes ehf. á 50%. Síðarnefnda félagið er í eigu Ólafs Björnssonar athafnamanns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK