Landsbankinn opnar útibú sín að nýju

Landsbankinn.
Landsbankinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsbankinn opnar útibú sín að nýju á miðvikudag, 13. janúar. Viðskiptavinir eru beðnir að panta tíma til að auðveldara sé að virða tveggja metra regluna og tryggja að ekki séu fleiri en 20 manns inni í útibúum í einu. 

Útibúin verða opnuð um leið og breytingar á samkomutakmörkunum taka gildi. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að hægt sé að fá aðstoð eða ráðgjöf í gegnum símtal við ráðgjafa eða fyrirtækjaþjónustu. 

„Við minnum líka á Landsbankaappið, netbankann og hraðbankana sem eru staðsettir víða um land sem eru flestir aðgengilegir allan sólarhringinn. Starfsfólk útibúa er sem fyrr boðið og búið að aðstoða viðskiptavini við að nota hraðbanka, netbankann eða appið,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK