Stórfyrirtæki hætta stuðningi

Æstur múgur fyrir utan þinghúsið á miðvikudag.
Æstur múgur fyrir utan þinghúsið á miðvikudag. AFP

Bandaríski bankinn JPMorgan Chase ætlar að hætta tímabundið að veita bandaríkjum stjórnmálamönnum fjárframlög og bætist bankinn þar í hóp sífellt stækkandi hóps bandarískra fyrirtækjasamsteypa. Ástæðan er árásin á þinghúsið á miðvikudag.

Að sögn talsmanns bankans verður öllum stuðningi við þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins hætt í að minnsta kosti hálft ár.

Peter Scher, yfirmaður samfélagsmála bankasamsteypunnar, segir að áherslur allra leiðtoga, í viðskiptalífinu, stjórnmálum og borgaralega, eigi að beinast að því að ná stjórn og veita þeim sem eru mest þurfandi aðstoð. Tími pólitískra herferða verði nægur síðar meir. 

Önnur fyrirtæki hafa einkum horft til Repúblikanaflokksins þegar kemur að stöðvun styrkja í kjölfar árásar stuðningsmanna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á þinghúsið. Árás sem kostaði fimm mannslíf.

Stuðningsmenn Trump forseta voru í ýmiss konar múnderingum.
Stuðningsmenn Trump forseta voru í ýmiss konar múnderingum. AFP

Milljarðamæringurinn og fjárfestirinn Nelson Peltz, Ben & Jerry's-ísframleiðandinn og stærstu samtök stéttarfélaga í Bandaríkjunum, AFL-CIO, hafa mælt með því að Trump yfirgefi Hvíta húsið hið snarasta. 

Marriott International hefur ákveðið að hætta fjárframlögum tímabundið vegna þeirra sem greiddu atkvæði gegn staðfestingu kosninganna segir talsmaður fyrirtækisins í samtali við AFP-fréttastofuna.

Heilbrigðistryggingasambandið, Blue Cross Blue Shield Association, tilkynnti á föstudag að það myndi hætta öllum fjárframlögum til þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði með því að grafa undan lýðræðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK