Úlla fer til Mývatnsstofu frá RÚV

Úlla Árdal.
Úlla Árdal. Ljósmynd/Aðsend

Úlla Árdal hefur verið ráðin í starf markaðs- og þróunarstjóra Mývatnsstofu.Úlla hefur undanfarið starfað sem fréttamaður RÚV á Norðurlandi og þar áður hjá sjónvarpsstöðinni N4.

Í tilkynningu kemur fram að staðan hjá Mývatnsstofu sé ný og markmiðið að efla núverandi verkefni stofunnar ásamt því að víkka starfsemina út enn frekar í samstarfi við nýsköpun í norðri. 

Úlla hóf störf hinn 5. janúar. Hún mun sinna verkefnum sem styðja við uppbyggingu innviða í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit með það að markmiði að gera svæðið ákjósanlegra til búsetu og fjárfestinga ásamt því að vekja frekari athygli á náttúruparadísum Norðurlands eystra. Mývatnsstofa heldur utan um fjölda viðburða s.s. Vetrarhátíð við Mývatn og Mývatnsmaraþonið sem Úlla mun aðstoða við að þróa og stækka enn frekar, segir jafnframt í tilkynningunni.

Úlla er margmiðlunarfræðingur frá Margmiðlunarskólanum og „digital compositor“ frá Campus i12 í Svíþjóð.

Mývatnsstofa er samnefnari ferðaþjónustu í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit. Hún samræmir markaðs- og kynningarmál fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og sveitarfélögin gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK