Garðar hættir í framkvæmdastjórn TM og staðan lögð niður

TM og Kvika sameinuðust nýlega og urðu breytingar á skipulagi …
TM og Kvika sameinuðust nýlega og urðu breytingar á skipulagi og stjórnun félagsins í kjölfarið. Samsett mynd

Garðar Þ. Guðgeirsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra þróunar hjá TM hf., hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum hjá félaginu. Samhliða brotthvarfi Garðars verður sú breyting gerð á framkvæmdastjórn TM að staða framkvæmdastjóra þróunar verður lögð niður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Haft er eftir Sigurði Viðarssyni, forstjóra TM, að Garðar hafi verið lykilmaður í þróunarverkefnum TM á undanförnum árum og er honum þakkað samstarfið.+

Talsverðar breytingar eru í farvatninu hjá TM, en í nóvember var tilkynnt um að TM, Kvika og Lykill verði sameinuð undir merkjum Kviku, en að tryggingastarfsemin verði sett í nýtt félag undir nafni TM trygginga hf., sem verður dótturfélag sameinaðs félags. Varð við það til staða framkvæmdastjóra rekstrar- og þróunarsviðs hjá móðurfélaginu Kviku, en nú á leggja niður stöðu framkvæmdastjóra þróunar hjá TM.

Samhliða tilkynningunni um sameiningu kom fram að Marinó Örn Tryggva­son verði for­stjóri Kviku og Sig­urður Viðars­son verði áfram for­stjóri TM trygg­inga. Fjár­mála- og rekstr­ar­sviði Kviku verður skipt upp í tvö svið eft­ir samrun­ann; Ragn­ar Páll Dyer mun gegna starfi fram­kvæmda­stjóra fjár­mála­sviðs og Ólöf Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Lyk­ils, mun hefja störf hjá Kviku og gegna starfi fram­kvæmda­stjóra rekstr­ar- og þró­un­ar­sviðs.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK