Sekt Símans lækkuð um 300 milljónir

Síminn var upphaflega sektaður fyrir að nýta sér góða stöðu …
Síminn var upphaflega sektaður fyrir að nýta sér góða stöðu sína á markaði, til þess að selja áskrift að enska boltanum á góðu verði til neytenda. Ljósmynd/Samsett

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála birti í dag úrskurð þar sem fram kemur að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sé felld úr gildi að hluta og stjórnvaldssekt á hendur Símanum hf. lækkuð úr 500 milljónum króna í 200 milljónir króna.

Forstjóri Símans fagnar úrskurðinum í samtali við mbl.is.

Í tilkynningu frá Símanum segir að niðurstaða áfrýjunarnefndar sýni að meint brot Símans á skilyrðum sem fyrirtækinu voru sett á fyrri árum hafi ekki verið með þeim hætti sem Samkeppniseftirlitið úrskurðaði um.

Þá segir jafnframt að áfrýjunarnefndin hafi talið að Samkeppniseftirlitið hafi ekki rannsakað málið með fullnægjandi hætti og hafi áfrýjunarnefndin þannig tekið undir sjónarmið Símans.

Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Orri Hauksson, forstjóri Símans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Munu gaumgæfa dóminn

„Við fögnum því að áfrýjunarnefnd hafi fallist á grundvallaratriði í okkar málflutningi og lækkað þess vegna sektina um 60%,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans, í samtali við mbl.is.

„Við höfum búist við þessari niðurstöðu og það sem nú tekur við er að gaumgæfa dóminn og skoða hvort unnt sé að áfrýja einhverjum atriðum hans til dómstóla,“ bætir hann við.

Síminn var upphaflega sektaður um 500 milljónir króna fyrir að nýta sér sterka stöðu sína á mikilvægum mörkuðum fjarskipta til þess að haga viðskiptum sínum þannig að keppninautar hans gætu ekki boðið samkeppnishæft verð. Sektin var lækkuð um 60% eða niður í 200 milljónir eins og áður segir.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK