Félag í Lúxemborg selur í Arion banka

Arion banki.
Arion banki.

Fjárfestingarfélagið Sculptor Investments hefur selt nær helmingshlut sinn í Arion banka. Eftir söluna fer félagið með 3,83% hlut í bankanum. Þetta kemur fram í flöggunartilkynningu til Kauphallarinnar, þegar farið var undir 5% mörk.

Fyrir átti sjóðurinn 6,12% og miðað við gengið 94 krónur á hlut nemur salan rúmlega 3,7 milljörðum.

Viðskipti með bréf í bankanum námu tæpum 4,5 milljörðum króna í gær og hækkaði hlutabréfaverð um 1,49%.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK