Óttast annað samdráttarskeið

AFP

Samdrátturinn í bresku hagkerfi nam 2,6% í nóvember og er það rakið til áhrifa kórónuveirufaraldursins. Tölurnar ýta undir ótta um að Bretlandi eigi eftir að upplifa tvöfalda niðursveiflu vegna þeirra hörðu sóttvarnareglna sem nú eru í gildi.

Verg landsframleiðsla dróst saman eftir 0,6% hagvöxt í október samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Bretlands. Hagkerfið er nú 8,5% minna en það var fyrir faraldurinn. 

Aðgerðirnar nú eru svipaðar þeim og þegar fyrsta bylgjan reið yfir og giltu frá mars til júní í Bretlandi. Vara hagfræðingar við því að núgildandi aðgerðir geti þýtt tvöfalda niðursveiflu eftir mestu niðursveiflu í sögunni í fyrra. Spár gera nú ráð fyrir að samdrátturinn nemi 3-4% á milli ársfjórðunga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK