Dæmd til að greiða 40 milljónir í vangoldin laun

Félag Michele Roosvevelt Edwards hefur verið dæmt til að greiða …
Félag Michele Roosvevelt Edwards hefur verið dæmt til að greiða tveimur íslenskum forriturum 40 milljónir. mbl.is/Árni Sæberg

Félag Michelle Roosevelt Edwards fjárfestis, sem festi kaup á vörumerki WOW air, hefur verið dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða Sturlu Þorvaldssyni og Róberti Leifssyni, eigendum Maverick ehf., 40 milljónir í vangoldin laun.

Maverick ehf. tók að sér að setja upp bókunarkerfi fyrir félagið USAeropspace Associates LLC er í eigu Edwards sem hefur gengið undir nafninu Ballarin en Maverick höfðaði mál þegar verktakasamningi forritaranna tveggja var sagt upp fyrirvaralaust í ársbyrjun 2020.

Taldi Héraðsdómur USAerospace ekki sannað að hugbúnaður Maverick hafi verið gallaður eins og haldið var fram eða félagið hafi vanenft samningsbundnar skuldbindingar. Fullnægjandi greiðslur hafi ekki borist að því er gögn málsins bentu til, sem voru m.a. samskipti lögmanns USAerospace, Páls Ágústs Ólafssonar, við forritarana í gegnum Whatsapp. Þar hafi hann ítrekað sagt að greiðslur væru væntanlegar án þess að þær hefðu borist.

Félag Edwards var dæmt til þess að greiða Sturlu og Róberti fjörutíu milljónir auk dráttarvaxta frá september til nóvember 2019 auk málskostnaðar upp á eina og hálfa milljón króna. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK