Fundargerðirnar næstum bara dagskráin ein

Íslandspóstur.
Íslandspóstur. mbl.is/​Hari

Að undanförnu hefur umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fundað með stjórnendum Íslandspósts, eftirlitsstofnunum og hagsmunaaðilum í tengslum við mögulega lagasetningu sem er í skoði sem myndi beinast gegn viðskiptaháttum Íslandspóst.

Kemur þetta í kjölfar aðgerða Póstsins í kjölfar breyt­inga á heild­ar­lög­um um póstþjón­ustu sem tóku gildi í byrj­un síðasta árs og hafa leitt til þess að skerða sam­keppn­is­hæfni smærri staðbund­inna flutn­inga­fyr­ir­tækja á lands­byggðinni, líkt og fjallað var um í síðustu viku. Samkvæmt lögunum ber Póstinum að sinna alþjónustu á sendingum undir 10 kg., en á sama tíma vera með sama verð um allt land. Varð þetta til þess að verð á landsbyggðinni var lækkað niður í það sem það var á höfuðborgarsvæðinu og þar með langt undir samkeppnisverð hjá samkeppnisaðilum.

Í umfjöllun Viðskiptablaðsins í dag segir að hluti nefndarinnar vilji breyta ákvæðinu um sama verð um allt land, en aðrir vilja að sú breyting komi frá ráðherra. Í umfjölluninni er jafnframt bent á að stjórn Póstsins hafi að undanförnu fundað mun stífar en alla jafna. Þá fást ekki nýjustu fundargerðir afhentar fyrr en ríkisendurskoðun hefur yfirfarið fundargerðirnar. Að sama skapi kemur þar fram að fundargerðirnar hafi rýrnað heldur undanfarið, en Viðskiptablaðið hefur í þrígang óskað eftir fundargerðum fyrirtækisins, alla leið aftur til ársins 2013 til og með ársins 2020. Segir í umfjöllun blaðsins að eftir því sem fram hefur liðið hefur innihaldið orðið minna og að á fyrri hluta ársins 2020 hafi fundargerðirnar í einhverjum tilfellum nánast aðeins verið dagskráin ein.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK