Líkamsræktarstöð gert að endurgreiða

Líkamsræktarstöðinni var gert að endurgreiða viðskiptavini, þar sem hún heimilaði …
Líkamsræktarstöðinni var gert að endurgreiða viðskiptavini, þar sem hún heimilaði honum ekki að segja upp áskrift. mbl.is/Hari

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur gert líkamsræktarstöðinni Reebok Fitness að endurgreiða viðskiptavini sínum mánaðarlegar greiðslur yfir tímabilið mars til ágúst á síðasta ári.

Frá þessu segir á vef Viðskiptablaðsins.

Fulltrúi Rebook bauð viðskiptavininum gjaldfrjálsa áskrift að stöðinni til áramóta gegn því að hann kæmi aftur í viðskipti en viðskiptavinurinn gerði sér ekki grein fyrir að samningurinn væri bindandi til tólf mánaða, fyrr en í febrúar 2020 þegar hann hugðist segja upp áskrift sinni. Þá voru einungis um þrír mánuðir liðnir af tólf mánaða bindingartíma.

Taldi viðskiptavinurinn líkamsræktarstöðina ekki hafa upplýst sig um bindinguna í símtalinu og komst kærunefndin að því að viðskiptavininum hefði verið heimilt að segja samningnum upp á þeim tíma sem hann vildi það, enda þyrfti líkamsræktarstöðin að bera hallann af óskýrum ákvæðum samningsins.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK