Kristrún lætur af störfum hjá Kviku

Kristrún Frostadóttir.
Kristrún Frostadóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Gert hefur verið samkomulag um að Kristrún Frosta­dótt­ir, aðal­hag­fræðing­ur Kviku banka, láti af störfum hjá bankanum.

Eins og áður hefur komið fram sæk­ist Kristrún eft­ir sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík fyrir næstu alþingiskosningar, sem haldnar verða í haust.

Í tilkynningu sem Marinó Örn Tryggvason bankastjóri sendir starfsmönnum er Kristrúnu þakkað kærlega fyrir vel unnin störf í þágu bankans og henni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Hún hóf störf hjá bankanum í janúar 2018.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK