Fjárfesting í farvatninu

Um nokkurra ára skeið hefur þróunarfélag unnið að undir-búningi uppbyggingar …
Um nokkurra ára skeið hefur þróunarfélag unnið að undir-búningi uppbyggingar baðlóns og hótels á Efri-Reykjum í Biskupstungum. Tölvuteikning/Zeppelin Arkitektar

Nokkur fyrirtæki vinna nú að hönnun og fjármögnun nýrra baðlóna hér á landi sem ætlunin er að taka í notkun á næstu árum.

Kostnaður við fyrirhuguð verkefni nemur á annan tug milljarða króna, gangi áætlanir eftir. Þá stefna aðstandendur nýs baðlóns á Kársnesi í Kópavogi að því að opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi á vormánuðum og nemur framkvæmdakostnaður við verkefnið ríflega 4 milljörðum króna að sögn Dagnýjar Pétursdóttur, framkvæmdastjóra fyrirtækisins sem heldur utan um uppbygginguna.

Lónið á Kársnesi og þau sem eru á teikniborðinu í Þjórsárdal, á Efri-Reykjum í Biskupstungum og í austanverðum Eyjafirði munu ef allt gengur að óskum bætast við fjölbreytta flóru einkarekinna baðstaða sem byggðir hafa verið upp hringinn um landið síðustu þrjá áratugi. Eitt og sama fyrirtækið, Bláa lónið, tengist uppbyggingu fimm annarra baðlóna, m.a. þess sem ætlunin er að gera í Þjórsárdal, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK