Ný og græn orkutækifæri - beint

Landsvirkjun stendur í dag fyrir opnum rafrænum fundi þar sem fjallað verður um þær breytingar sem blasa við í orku- og loftslagsmálum. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á mbl.is.

„Þar eru vissulega ýmsar ógnir, en enn fleiri tækifæri. Land endurnýjanlegrar orku hefur alla burði til að losa sig við jarðefnaeldsneyti og leggja sitt af mörkum til nýrrar heimsmyndar,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. 

Að loknum erindum ræða Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, um tækifærin fyrir Ísland og hvað þurfi til að hrinda þeim í framkvæmd.

Nánari upplýsingar um dagskrá fundarins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK