Trúnaði af orkusamningi aflétt

Húsnæði Norðuráls.
Húsnæði Norðuráls. Ljósmynd/mbl.is

Trúnaði af orkusamningi Orkuveitu Reykjavíkur og Norðuráls frá árinu 2008 hefur verið aflétt. Samningurinn var gerður til þess vega fyrirhugaðs álvera í Helguvík en rafmagnið hefur verið notað í álveri Norðuráls á Grunartanga.

Samninginn, sem er á ensku, má nálgast bæði á heimasíðu OR og Norðuráls. Þetta er fyrsti samningurinn af þessum toga sem birtur er opinberlega.

Báðir aðilar vilja nú birta

Samkvæmt fréttatilkynningu Norðuráls óskaði Norðurál þann 13. nóvember síðastliðinn eftir því við alla sína orkusala að trúnaði af langtímasamningum yrðu aflétt. Þá segir í tilkynningu Orkuveitunnar að umræðan um afléttingu trúnaðar sé um áratugagömul. 

Þar segir að OR hafi farið þess á leit við Norðurál árið 2010 að trúnaði yrði aflétt af rafmagnssölusamningum. Á það hafi ekki verið fallist af hálfu Norðuráls sem hafi talið það hafa skaðleg áhrif á samkeppni ef rafmagnsverð yrði gert opinbert. 

Þá hafi samsvarandi erindi borist frá Norðuráli í nóvember síðastliðnum og báðir aðilar fallist á að gera samningana opinbera og samið hafi verið um viðauka við upphaflega samninginn þar sem trúnaðarákvæði hans er fellt niður.

Rafmagnsverð tengt álverði 

Rafmagnsverðið í samningnum er tengt álverði á markaði. Þannig er áhættu á viðskiptunum skipt á milli aðila samningsins. 

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR segir í tilkynningu að verðið sé allt of lágt og að það standi ekki undir þeirri eðlilegu arðsemiskröfu sem eigendur OR geri.

„Verðið ber þess merki að samningurinn var upphafssamningur til að fá fjárfestingu í nýju álveri hingað til lands,“ segir í tilkynningu OR. 

Í töflunni hér að neðan má sjá rafmagnsverðið í bandaríkjadölum á megavattstund miðað við alþjóðlega spá frá því um það leyti að samningurinn var gerður og síðan álverðið eins og það er í dag. 

Rafmagnsverð í samningi OR og Norðuráls í bandaríkjadölum á megavattstund …
Rafmagnsverð í samningi OR og Norðuráls í bandaríkjadölum á megavattstund miðað við alþjóðlega spá. Tafla frá OR
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK