Pétur Árni keypti Kjarvalshúsið

Kjarvalshúsið við Sæbraut 1, Seltjarnarnesi.
Kjarvalshúsið við Sæbraut 1, Seltjarnarnesi. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Hið sögufræga Kjarvalshús á Sæbraut 1 á Seltjarnarnesi, sem hefur verið auglýst til sölu í meira en eitt ár, hefur nú verið selt, en kaupandinn mun vera Pétur Árni Jónsson, framkvæmdastjóri HEILD fasteignafélagsins og aðaleigandi útgáfufélags Viðskiptablaðsins. Greint er frá þessu í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins í dag.

Pétur Árni Jónsson útgefandi.
Pétur Árni Jónsson útgefandi.

Oli­ver Luckett, fisksali og lista­verka­safn­ari, keypti húsið árið 2016. Húsið er sögu­frægt en listamaður­inn Jó­hann­es Kjar­val fékk húsið að gjöf frá ís­lensku þjóðinni. Hann flutti þó aldrei inn í húsið og 1991 festu hjón­in Högni Óskars­son og Ing­unn Ósk Bene­dikts­dótt­ir kaup á hús­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK