Segir lögregluna mistúlka reglur og beita hótunum

Staðurinn tengist umfjölluninni ekki.
Staðurinn tengist umfjölluninni ekki. mbl.is/Eggert

Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila veitingastaða í miðborginni um þessar mundir. Svo virðist sem skilningur rekstraraðila og lögreglu á afgreiðslutíma veitingahúsa sé ekki sá sami. Þannig hefur í nokkur skipti komið til snarpra orðaskipta milli eigenda og lögregluþjóna, sem hafa hótað að beita sektum verði stöðunum ekki lokað og allir gestir farnir þaðan klukkan 22. Allt virðist þetta þó byggt á mismunandi túlkun á þeim reglum sem nú eru í gildi.

Erlendur Þór Gunnarsson hæstaréttarlögmaður er lögmaður fjölda rekstraraðila í miðborginni. Segir hann lögregluna beita óbeinum hótunum í samskiptum við rekstraraðilana þegar líða tekur að lokun.

„Ég hef heyrt af nokkrum stöðum í miðbænum þar sem lögreglan er að koma rétt fyrir klukkan 22 á kvöldin og hóta einhverjum sektum þar sem örfáir sitja og eru að klára að borða eða drekka drykki sína. Þessi hegðun minnir á ófagra stemningu í A-Evrópu á sínum tíma og er eftirlitsaðilum ekki til framdráttar enda rekstraraðilar að leggja sig alla fram um að virða þær reglur sem eru til staðar á hverjum tíma,“ segir Erlendur og bætir við að reglurnar séu mjög skýrar. Staðirnir megi vera opnir til klukkan 22 en við það bætist ein klukkustund þar sem fólki er gefið færi á að klára drykki og veitingar.

Reglurnar mjög skýrar

Bæði í reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og eins í málsmeðferðarreglum borgarráðs um veitingastaði og gististaði kemur fram að „allir gestir skulu hafa yfirgefið veitingastað eigi síðar en einni klukkustund eftir lokun hans“.

Ekki verður deilt um umræddar reglur sem rekstraraðilum veitingastaða er skylt að starfa eftir og hafa gert í áraraðir. Í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru hafa veitingastaðir þurft að lúta ansi stífum reglum um opnunar- og afgreiðslutíma. Nú síðast voru reglurnar rýmkaðar með það fyrir augum að létta örlítið undir með rekstraraðilum veitingastaða.

Var afgreiðslutíminn þar lengdur um eina klukkustund. Núgildandi reglugerð er svo hljóðandi: „Þá er öðrum veitingastöðum, þar sem eru heimilaðar áfengisveitingar, heimilt að hafa opið til kl. 22.00, en er þó ekki heimilt að hleypa inn nýjum viðskiptavinum eftir kl. 21.00. Þó er heimilt að selja mat út úr húsi til kl. 23.00.“

Engin svör hjá lögreglunni

Ekki verður þetta skilið öðruvísi en svo að veitingastaðirnir megi vera með opið til klukkan 22 á kvöldin, en þó með þeim skilyrðum að engir nýir gestir megi koma inn á staðinn eftir klukkan 21. Sé horft til áðurnefndra reglna má vera ljóst að síðustu gestirnir verði að hafa yfirgefið staðinn í síðasta lagi klukkan 23, eða klukkustund eftir lokun hans.

„Það er einfaldlega mjög óþægilegt fyrir veitingastaði, sem á að vera afslappandi upplifun að sækja, að hafa lögreglumenn ítrekað inni á gólfi hjá sér. Aðallega er þó óheppilegt þegar lögregla eða aðrir eftirlitsaðilar fara ekki eftir þeim skýru reglum sem settar eru.

Rekstraraðilarnir skilja reglurnar alveg en lögreglan virðist því miður vera með annan skilning. Ég hef óskað eftir upplýsingum um við hvað eftirlitsaðilar styðjast en þrátt fyrir fjölda tölvupósta frá rekstraraðilum hafa lögregluyfirvöld ekki svarað og ég hef einfaldlega ekkert heyrt frá þeim,“ segir Erlendur og bætir við að það hafi lítið upp á sig að lengja afgreiðslutímann um klukkustund ef ekki má selja veitingar og drykki á tímabilinu.

Lesa má umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK