Annast stafræna vegferð

Guðlaugur Arnarsson og Jóhannes Ásbjörnsson.
Guðlaugur Arnarsson og Jóhannes Ásbjörnsson. Ljósmynd/Aðsend

Veitinga- og afþreyingarfyrirtækið Gleðipinnar og Stefna hugbúnaðarhús hafa gert með sér samstarfssamning um að Stefna annist stafræna vegferð og þjónustu við fyrirtæki á vegum Gleðipinna.

Vörumerkin undir hatti Gleðipinna eru American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eldsmiðjan, Aktu taktu, Hamborgarafabrikkan og Keiluhöllin Egilshöll.

Í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að um sé að ræða viðamikið og metnaðarfullt samstarf sem feli í sér ráðgjöf, hönnun, forritun, hýsingu og innleiðingu á afgreiðslukerfum og vildarkerfi fyrir alla veitingastaði Gleðipinna.

Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda og talsmaður Gleðipinna, segir í tilkynningunni að um spennandi og áhugavert ferðalag sé að ræða. „Eitt af því sem við lögðum til grundvallar þegar við sameinuðumst í Gleðipinnum var að verða framúrskarandi í stafrænum dreifileiðum og afgreiðslulausnum þar sem áherslan er á sjálfsafgreiðslu og notendaupplifun. Það er stór þáttur í því að auka ánægju viðskiptavina og eins að auka sölu almennt og treystum við engum öðrum samstarfsaðila en Stefnu betur til að fara í þetta ferðalag með okkur,“ segir Jóhannes.

Stofnað árið 2003

Stefna var stofnuð 2003 og eru starfsmenn rúmlega 30. Fyrirtækið hefur frá upphafi lagt áherslu á víðtæka þjónustu á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðarþróunar á sviði veflausna. „Við erum virkilega spenntir fyrir samstarfinu við Gleðipinna. Þetta er skemmtileg áskorun fyrir okkar fólk,“ segir Guðlaugur Arnarsson, viðskiptaþróunarstjóri Stefnu, í tilkynningunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK