Ölgerðin hefur sagt sig úr SI

Fyrirtækið er ekki ánægt með stefnu SI í ákveðnum málum.
Fyrirtækið er ekki ánægt með stefnu SI í ákveðnum málum. Eggert Jóhannesson

Ölgerðin hefur sagt sig úr Samtökum iðnaðarins (SI). Ástæðan þar að baki er óánægja með stefnu samtakanna í ákveðnum málum. Þetta segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, í samtali við ViðskiptaMoggann.

„Við höfum skráð okkur úr Samtökum iðnaðarins. Mér fannst við einfaldlega ekki vera að fá þá þjónustu sem við þurfum. Miðað við peningana sem við erum að borga þarna inn er of lítil áhersla á þeim málum sem við þurfum aðstoð við,“ segir Andri.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, kvaðst ekki vilja tjá sig um afskráningar einstakra fyrirtækja. „Ég get ekki tjáð mig um hverjir eru félagsmenn og hverjir ekki. Við erum með svona 1.400 félagsmenn og það er alltaf einhver hreyfing á þeim lista,“ segir Sigurður.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK