Sportís í sjöfalt stærra rými

Skúli Jóhann Björnsson, eigandi Sportís, hyggst færa út kvíarnar.
Skúli Jóhann Björnsson, eigandi Sportís, hyggst færa út kvíarnar. mbl.is/Árni Sæberg

Skúli Jóhann Björnsson, eigandi Sportís, segir söluna hafa aukist mikið í kórónuveirufaraldrinum.

„Salan hefur tekið flug síðustu tvö árin. Salan jókst mikið árið 2019 og árið 2020 varð sömuleiðis ótrúleg aukning á öllum sviðum og mikil fjölgun fastra viðskiptavina. Fyrir vikið er þetta litla pláss okkar í Mörkinni 6 sprungið og þess vegna höfum tekið á leigu þetta pláss í Skeifunni,“ segir Skúli.

Ríflega sjöfalda rýmið

Sportís fer úr um 100 m2 verslunarrými í Mörkinni yfir í 750 m2 rými í Skeifunni við hlið Krónunnar. Nýja verslunin mun skiptast þannig að 400 m2 fara undir Sportís og 350 m2 undir reiðhjólaverslunina Kulda, sem rekin verður í samstarfi við Útisport á Akureyri. Verða þar m.a. í boði hjól og rafhjól frá Giant fyrir konur og karla og ferðavagnar og fatnaður.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK