Verðbólgan gæti orðið þrálát

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands: Rannveig Sigurðardóttir staðgengill formanns, Gylfi Zoëga. Ásgeir …
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands: Rannveig Sigurðardóttir staðgengill formanns, Gylfi Zoëga. Ásgeir Jónsson, formaður, Katrín Ólafsdóttir og Gunnar Jakobsson, Ljósmynd/Aðsend

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands var öll sammála um að halda meginvöxtum bankans óbreyttum við síðustu vaxtaákvörðun hans fyrr í mánuðinum. Þá kom fram í umræðum nefndarinnar fyrir vaxtaákvörðunina að hætta væri á að aukin innlend eftirspurn myndi leiða til þess að verðbólga yrði þrálát. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar sem birt var í dag.

Fram kom að lægri vextir undanfarið hefði stutt við innlenda eftirspurn og örvað húsnæðismarkaðinn verulega. Á sama tíma væri nefndin sammála um að aðstæður í þjóðarbúskapnum væru í reynd tvískiptar þar sem ákveðnar atvinnugreinar og starfsfólk í þeim, meðal annars í ferðaþjónustunni, hefðu átt undir högg að sækja vegna faraldursins, en á sama tíma hefðu umsvif í öðrum geirum hagkerfisins aukist töluvert.

Þannig hefði sparnaður heimila vaxið og einkaneysla sem áður hefði beinst í ferðalög og útgjöld erlendis færi nú í neyslu innanlands. Vegna þessa ástands voru uppi varnaðarraddir að verðbólgan gæti orðið þrálátari en ella og að slakinn í þjóðarbúskapnum myndi í raun draga minna úr verðbólgu en ella vegna þessara sérstöku aðstæðna.

Þá kemur einnig fram í fundargerðinni að hætta sé á að slakað verði um of á ríkisfjármálastefnunni á næstu misserum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK