Airbus tapaði 1,1 milljarði evra

Airbus-flugvél þýska flugfélagsins Lufthansa tekur á loft í júní í …
Airbus-flugvél þýska flugfélagsins Lufthansa tekur á loft í júní í fyrra. AFP

Flugvélaframleiðandinn Airbus tapaði 1,1 milljarði evra á síðasta ári, eða um 170 milljörðum íslenskra króna, sem er örlítil framför frá árinu áður þegar tapið nam 1,4 milljörðum evra.

Fram kemur í tilkynningu að bætt afkoma á milli ára sýni „þrautseigju [...] í mesta vandanum sem flugvélaiðnaðurinn hefur staðið frammi fyrir“.

Þar er vitaskuld átt við áhrif kórónuveirufaraldursins sem hefur gengið yfir heimsbyggðina.

Flugfélagið Air France-KLM hefur einnig sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að það hafi tapað 7,1 milljarði evra á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK