Montnir af morgunkorninu

Lucky Charms fæst í Nettó á Granda, en ekki víða …
Lucky Charms fæst í Nettó á Granda, en ekki víða annars staðar. Þá er eins gott að eftir því sé tekið. Ljósmynd/Rafnhildur Rósa

Viðskiptavinir Nettó á Granda komast þessa dagana ekki hjá því að verða varir við stærðarinnar pall af Lucky Charms sem tekur á móti þeim við inngang verslunarinnar.

Þar hefur tugum ef ekki hundruðum morgunkornskassa verið stillt fram í litríkt og aðlaðandi ævintýrafjall og ekki upp úr þurru. Nettó er nefnilega ein örfárra verslana á Íslandi sem enn selja morgunkornið, eftir að birgir Bónuss hætti að flytja það inn.

Sagt var frá því í Morgunblaðinu á dögunum að heildsalanum Nathan & Olsen hefði mistekist að fá fleiri kassa af Lucky Charms til landsins og að lokum fór svo að Bónus gafst upp og fór að flytja inn samheitamorgunkorn, Marshmallow Mateys.

Ætla má að ágengri framsetningu Nettó á morgunkorninu vinsæla sé ætlað að vekja sérstaklega athygli á því að ólíkt keppinautinum eigi þeir vöruna sannarlega til.

Viðeigandi er að tilboðið sem er boðið upp á er vel til þess fallið að birgja sig upp af morgunkorninu: Það er selt í 1,3 kílógramma tvöföldum pakkningum á 1.699 krónur hver eining.

Á merkingu í Nettó kemur fram að Samkaup, sem er móðurfélag verslunarinnar, sé innflytjandi morgunkornsins. Ljóst er því að þar er milliliðurinn fallinn út og verslunin farin að flytja sjálf inn morgunkornið, svo sem hún gerir og með fleiri vörumerki.

Kílóverðið á Marshmallow Mateys í Bónus er 1.121 króna en …
Kílóverðið á Marshmallow Mateys í Bónus er 1.121 króna en 1.306 krónur á Lucky Charms í Nettó. mbl.is
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK