Þrjú ný tilnefnd í stjórn Símans

Tilnefninganefnd hefur tilnefnt Arnar Þór Másson, Bjarna Þorvarðarson, Björk Viðarsdóttur, Jón Sigurðsson og Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur til setu í stjórn Símans. 

Í stjórn Símans sitja nú þegar Bjarni og Jón sem er jafnframt stjórnarformaður. Stjórnarmennirnir Helga Valfells, Sylvía Kristín Ólafsdóttir og Kolbeinn Árnason gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. 

Aðalfundur Símans verður haldinn 11. mars næstkomandi, en fyrirtækið greindi í dag frá auknum hagnaði á síðasta ársfjórðungi 2020. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK